
– Silfurberg Sveitahótel –
Íslensk síða | Bókun | Umfjöllun um Silfurberg
Silfurberg er nýtt lítið sveitahótel staðsett að Þorgrímsstöðum í botni Breiðdals. Silfurberg er við þjóðveg 95 í 53 km fjarlægð frá Egilsstöðum og 30 km fjarlægð frá Breiðdalsvík.
Eigendur Silfurbergs eru hjónin Guðrún Sveinsdóttir og Jón B. Stefánsson. Þau eru fædd og uppalin í Reykjavík en ákváðu árið 2003 að festa kaup á fallegri jörð sem þau heilluðust af austur á landi.Í kjölfarið fluttu þau í kyrrðina á Þorgrímsstöðum þar sem þau hafa stundað sauðfjárbúskap síðan.Í upphafi fengu þau allt rafmagn frá heimarafstöð, sem stendur enn, þótt hún sé ekki lengur í notkun.
Fljótlega eftir að Guðrún og Jón fluttu í Breiðdalinn sáu þau að jörðin og sveitin í kring eru kjörin til ferðamennsku. Breiðdalurinn er miðsvæðis á Austurlandi og kjörin bækistöð fyrir þá sem vilja kynnast Austurlandi. Fjöllin og náttúran eru stórbrotin og kyrrðin gerir fólki kleift að hvílast og endurnærast fjarri amstri borgarlífsins. Þau ákváðu því fljótlega að byggja lítið sveitahótel að Þorgrímsstöðum. Gömlu hlöðunni var breytt í lítið hótel með stúdíóíbúð, bar og aðstöðu til íþróttaiðkunar.
Jón sem er verkfræðingur að mennt hannaði allar breytingar og viðbætur og hafði yfirumsjón með framkvæmdunum. Fyrri eigendur höfðu haldið margvíslegum gömlum nytjahlutum til haga og varðveitt notað efni sem kynni að verða nýtilegt síðar. Þau Guðrún og Jón hafa verið samtaka um að nýta þetta gamla efni og þessa nytjahluti eins og kostur er í bland við nýja hönnun og listaverk, en sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
Á Silfurbergi er góð aðstaða til þess að hvílast og njóta umhverfisins og náttúrunnar og síðan má slaka áí gufunni og heita pottinum. Lega Silfurbergs í botni Breiðdals gerir það að verkum að ljósmengun er engin. Því er það sérstök upplifun að njóta stjörnubjarts himins og norðurljósa á Þorgrímsstöðum. Útsýni er fallegt yfir dalinn þar sem Breiðdalsá bugðast og tignarleg fjöllin eru með mörgum stórbrotnum giljum og fágætum litbrigðum. Í Breiðdalnum er kulnuð megineldstöð, sem þykir merkilegt jarðsögulegt fyrirbæri. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í dalnum og nágrenni hans. Fuglalíf og dýralíf er fjölskrúðugt. Oft má sjá hreindýrahjarðir í landi Þorgrímsstaða, einkum á veturna og á vorin. Silungsveiði er í Heiðarvatni á Breiðdalsheiði og í næsta nágrenni eru gjöfular hreindýra-, rjúpna- og gæsaveiðilendur. Einnig er hestaleiga skammt frá Silfurbergi. Silfurberg er því kjörinn áningarstaður fyrir fagurkera, útivistarfólk og veiðimenn.
Nafnið Silfurberg vísar til bergtegundar með sama nafni. Silfurberg er silfurtært afbrigði af kristölluðum kalksteini. Silfurbergsnámur er að finna í Breiðdal, en silfurberg er fágætt utan Íslands.
Gisting og þjónusta
Silfurberg býður upp á gistingu í fjórum vönduðum hótelherbergjum og einni stúdíóíbúð sem staðsett eru í nýuppgerðri hlöðu. Herbergin eru í vesturhluta hlöðunnar en stúdíóíbúðin í austurhlutanum.
Mikil áhersla er lögð á þægindi sem og góða og persónulega þjónustu. Metnaður er lagður í að gera dvölina sem eftirminnilegasta. Öll aðstaða er fyrsta flokks. Vistarverurnar eru mjög vandaðar með áherslu á þægindi. Á Silfurbergi eru setustofa, bar og þráðlaus internettenging. Boðið er upp á aðstöðu til íþróttaiðkunar og úti eru heitir pottar og gufuböð (sauna). Utandyra er völlur fyrir vinsælan kúluspilsleik (sem á ensku nefnist boules og á frönsku petanque).
Morgunverður er innifalinn í verði. Aðrar máltíðir, svo sem hádegisverður, kaffi og kvöldverður, eru í boði samkvæmt samkomulagi. Boðið er upp á hollan og góðan mat og aðeins notað fyrsta flokks hráefni. Leitast er við að bjóða upp á fisk úr Breiðdalnum, lambakjöt, hreindýrakjöt og grænmeti úr nærsveitum. Barinn er opinn á kvöldin eftir samkomulagi. Fara efst á síðu.
Tveggja manna Deluxe hótelherbergi í hlöðu
Tvö tveggja manna Deluxe herbergi eru í hlöðunni. Þau eru ýmist búin tvíbreiðu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum. Fallegt útsýni er úr herbergjunum. Herbergin eru með sérbaðherbergi með sturtu. Hárþurrka fylgir hverju herbergi. Þráðlaus internettenging er á hótelinu. Morgunverður er innifalinn í verði. Mögulegt er að panta barnarúm eða aukarúm í Deluxe herbergi. Sjá verðskrá.
Sjá meira á ensku | Fara efst á síðu.
Tveggja manna Comfort hótelherbergi í hlöðu
Tvö tveggja manna Comfort herbergi eru í hlöðunni. Þau eru ýmist búin tvíbreiðu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum. Herbergin eru með sérbaðherbergi með sturtu. Hárþurrka fylgir hverju herbergi. Þráðlaus internettenging er á hótelinu. Morgunverður er innifalinn í verði.
Sjá meira á ensku | Fara efst á síðu.
Fjölskylduherbergi/Stúdíóíbúð í hlöðu
Vandaðar innréttingar eru í íbúðinni. Á efri hæðinni er opið rými með tvíbreiðum svefnsófa, tveimur einstaklingsrúmum, borði og stólum. Þráðlaus internettenging er í sameiginlegu rými. Gluggar eru stórir og útsýni stórbrotið. Niðri er baðherbergi með sturtu. Hárþurrka fylgir. Morgunverður er innifalinn í verði.
Sjá meira á ensku | Fara efst á síðu.
Myndir
Við munum bæta í myndamöppuna hjá okkur reglulega, endilega kíkið þangað. Fara efst á síðu.
Staðsetning
Silfurberg er sveitahótel sem staðsett er miðsvæðis á Austurlandi að Þorgrímsstöðum í botni Breiðdals við þjóðveg 95 í 53 km fjarlægð frá Egilsstöðum og 30 km frá Breiðdalsvík.
GPS-hnit: 64°53’36”N, 14°30’23”W. Fara efst á síðu.
Austurland
Austurland býður upp á ótal tækifæri til að njóta náttúru, sögu og menningar. Veðursæld Austurlands er margrómuð, landslagið og umhverfið er stórfenglegt og bæjarfélögin eru mörg og fjölbreytileg og hefur hvert byggðarlag sín sérkenni og sögu.
Á vefsíðunni www.east.is eru upplýsingar um áhugaverða áfangastaði á Austurlandi. Meðal annars er vinsælt að heimsækja Hallormsstað, Hengifoss, Skriðuklaustur, Steinasafn Petru, Breiðdalinn, Papey, Djúpavog og Sænautasel.
Austurland er perla jarðfræðiáhugamannsins. Jarðfræðisetrið í Breiðdalsvík er upplýsingaveita og fræðslusetur íslenskrar jarðfræði. Setrið er miðstöð rannsókna og fræðimennsku í jarðfræði og byggir á arfleið Dr. George Walker, sem kortlagði stóran hluta austfirska jarðlagastaflans á árunum 1954-1965. Á Breiðdalssetri er einnig safn til minningar um hinn þekkta fræðimann dr. Stefán Einarsson. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Breiðdalsseturs: www.breiddalssetur.is.
Margvísleg tækifæri eru til útivistar á Austurlandi. Þar eru fjölmargar fallegar lengri og skemmri gönguleiðir í skóglendi sem og á fjöll og firnindi. Hægt er að fara í bátsferðir, kajakferðir, sjófuglaskoðun, hestaferðir, renna fyrir fisk eða stunda aðrar veiðar, fara í golf, náttúruböð eða ferð í sundlaugar svo eitthvað sé nefnt. Fara efst á síðu.
Bæir og þorp á Austurlandi
Borgarfjörður eystri (www.borgarfjordureystri.is )
Breiðdalsvík (www.breiddalur.is )
Djúpivogur (www.djupivogur.is)
Egilsstaðir (www.fljotsdalsherad.is )
Eskifjörður (www.fjardabyggd.is/eskifjordur )
Fáskrúðsfjörður (www.fjardabyggd.is/faskrudsfjordur )
Fljótsdalshérað (www.fljotdalsherad.is )
Mjóifjörður (www.fjardabyggd.is/mjoifjordur )
Neskaupsstaður (www.fjardabyggd.is/neskaupsstadur )
Reyðarfjörður (www.fjardabyggd.is/reydarfjordur )
Seyðisfjörður (www.visitseydisfjordur.com )
Stöðvarfjörður (www.fjardabyggd.is/stodvarfjordur )
Vopnafjörður (www.vopnafjardarhreppur.is )
Að auki eru Höfn í Hornafirði og Vatnajökull ekki langt undan í suðri. Í norðri eru svo heldur fjær Ásbyrgi, Dimmuborgir, Mývatn og fögur sveitin þar í kring. Fara efst í síðu
Hafið samband
Silfurberg
Þorgrímsstaðir
760 Breiðdalsvík
Símanúmer: 475 1515
Netfang: silfurberg@silfurberg.com
Fara efst á síðu.
Efnisyfirlit
1. Gisting og þjónusta
2. Tveggja manna hótelherbergi í hlöðu
3. Stúdíóíbúð í hlöðu
4. Myndir
5. Heilsuferðir
6. Staðsetning
7. Austurland
8. Bæir og þorp á Austurlandi
9. Bókun
10. Hafið samband


